Ur­sula von der Leyen, for­­set­i fram­­kvæmd­a­­stjórn­ar Evróp­u­­sam­bands­ins, segir að Evrópu­sam­bandið verði að taka til greina mögu­lega bólu­setningar­skyldu til að berjast gegn hinu bráð­smitandi Ó­míkron af­brigði Kóróna­veirunnar sem dreifist nú hratt um Evrópu.

Von der Leyen hefur hvatt 27 aðildar­ríki sam­bandsins til að snúa vörn í sókn með notkun örvunar­skammta og segist styðja auknar tak­markanir á landa­mærum sam­bands­ríkja svo sem PCR-próf fyrir ferða­lög.

Að­spurð um hvort hún styðji á­kvörðun grískra stjórn­valda um að sekta fólk yfir sex­tugt um 100 Evrur sem neita að gangast undir bólu­setningu sagði Von der Leyen að út­breiðsla veirunnar og lág bólu­setningar­tíðni innan á­kveðinna svæða ESB þýddi að bólu­setningar­skylda hlyti að verða á borðinu sem raun­hæfur val­kostur.

„Ef þið eruð að spyrja mig um mína per­sónu­legu skoðun, fyrir tveimur eða þremur árum hefði mér aldrei grunað að ég myndi verða vitni að því sem erum að sjá núna með þennan hræði­lega far­aldur,“ sagði Von der Leyen, sem starfaði sem læknir áður en hún fór út í pólitík, við blaða­menn í Brussel.

„Við erum með bólu­efni, bólu­efni sem bjarga lífum, en það er ekki verið að nota þau á full­nægjandi hátt alls staðar. Og kostnaðurinn við það... Það er gífur­legur heilsu­fars­legur kostnaður sem mun fylgja því.“

Þá vísaði Von der Leyen í það að 77 prósent full­orðinna innan Evrópu­sam­bandsins séu bólu­settir sem er 66 prósent af heildar fólks­fjölda ESB, um 150 milljón manns.

„Þetta er mikill fjöldi, og það geta ekki allir fengið bólu­setningu – til að mynda ekki börn eða fólk með heilsu­fars­vanda­mál – en lang­stærstur meiri­hluti fólks getur það og í ljósi þess finnst mér skiljan­legt og við­eig­andi að leiða þetta sam­tal núna,“ segir Von der Leyen.

Á þriðju­dag til­kynntu grísk yfir­völd að þau ætluðu sér að setja á bólu­setningar­skyldu fyrir fólk yfir sex­tugt til að vernda heil­brigðis­kerfi sitt, sem stendur höllum fæti. Í síðustu viku sagði heil­brigðis­ráð­herra Bret­lands, Sajid Javid, að hann teldi ekki lík­legt að Bret­land myndi nokkurn tíma setja á bólu­setningar­skyldu.