Ur­sula von der Leyen, for­seti Fram­kvæmdar­stjórnar Evrópu­sam­bandsins, viður­kenndi í dag að Evrópu­sam­bandið hafi gert mis­tök með því að vera Ítalíu ekki innan handar þegar CO­VID-19 far­aldurinn tók sér fót­festu í landinu.

For­setinn sagði að ó­mögu­legt væri að sigrast á far­aldrinum án þess að horfast í augu við sann­leikann, sama í hvaða formi hann væri. „Það er satt að það var í raun engin til­búin fyrir þetta. Það er einnig satt að of fáir voru til staðar þegar Ítalía var hjálpar­þurfi í byrjun far­aldursins,“ sagði von der Leyen, á fá­mennu Evrópu­þingi í dag.

„Fyrir þær sakir er rétt­látt að Evrópa, eins og og hún leggur sig, biðjist inni­legrar af­sökunar.“

Gagn­rýna við­brögð ESB

Utan­ríkis­ráð­herra Ítalíu, Luigi Di Maio, sagði um­mæli von der Leyen vera mikil­vægt skref í rétta átt. Ítalir hafa gagn­rýnt Evrópu­sam­bandið harð­lega fyrir lök við­brögð við far­aldrinum og benda á að að­gerðir hafi ekki gert nóg.

Yfir 22 þúsund manns hafa látist af völdum CO­VID-19 sjúk­dómsins á Ítalíu sem er hæsta tala látinna í Evrópu. Þá hafa tæp­lega 170 þúsund manns greinst með veiruna í landinu.