Donald Tusk, for­seti leið­toga­ráðs Evrópu­sam­bandsins, hefur stað­fest að beiðni Boris John­sons, for­sætis­ráð­herra Bret­lands, um frest á út­göngu landsins hafi borist en þetta kemur fram í frétt Guar­dian um málið. „Ég mun nú byrja að ráð­færa mig við leið­toga Evrópu­sam­bandsins um hvernig brugðist verður við,“ skrifar Tusk á Twitter.

Hafði áður sagt að hann ætlaði ekki að sækja um frest

Boris John­son, for­sætis­ráð­herra Bret­lands, hefur stað­fest að óskað hafi verið eftir frekari frest um út­göngu Bret­lands úr Evrópu­sam­bandinu. John­son hafði áður sagt að hann ætlaði ekki að sækja um frest en stefnt hafði verið að út­göngu 31. októ­ber næst­komandi.

Engin at­kvæða­greiðsla fyrr en búið er að sam­þykkja laga­setningar

Út­göngu­samningur Bret­lands við Evrópu­sam­bandið var lagður fyrir breska þingið í dag en hann komst ekki til at­kvæða­greiðslu. Sam­kvæmt breytinga­til­lögu sem þingið sam­þykkti í dag verður engin at­kvæða­greiðsla um samninginn fyrr en búið er að sam­þykkja allar laga­setningar sem tengjast samningnum áður en landið gangi úr sam­bandinu.

Þrátt fyrir að John­son hafi sagt að ekki væri lík­legt að Evrópu­sam­bandið myndi sam­þykkja frest á út­göngunni þá hafa hátt­settir em­bættis­menn Evrópu­sam­bandsins gefið í skyn að slíkur frestur verði veittur. Berist bón um frest mun Tusk þurfa að ráð­færa sig við leið­toga þjóðanna sem eru í Evrópu­sam­bandinu og þarf niður­staðan að vera ein­róma.

Fréttin hefur verið uppfærð.