Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur. segir að nýtt kalt stríð milli vesturlanda og Rússlands sé varanlegt. Kínverjar blandast líka inn í þetta kalda stríð. Eiríkur mætti á Fréttavaktina.

Hann segir heimsmyndina breytta og nýtt járntjald sé að myndast þótt það liggi eftir öðrum línum en gamla járntjaldið í gegnum álfuna.

Eiríkur segir þjóðernishyggjuna hafa snúið aftur af miklum krafti á undanförnum árum í mörgum löndum Evrópu. Þessi þróun hafi gengið lang lengst í Rússlandi sem megi halda fram að sé í dag þjóðernispopúlískt ríki og Pútín sé leiðtogi þjóðernispópúlísta á heimsvísu. Þegar hann gangi fram með þessum hætti og hljóti víðtæka fordæmingu fyrir eigi aðrir sem fylgja í kjölfar hans í vök að verjast. Þetta megi meðal annars sjá í aðdraganda forsetakosninga í Frakklandi.

Þetta sé þó ekki algilt, til dæmis sé Vox-hreyfingin á Spáni á sama tíma í mikilli sókn.

Eiríkur telur stjórnvöld í NATO- og ESB-ríkjum alla tíð hafa gert sér mikilvægi þessara bandalaga ljós. Á fríðartímum þegar ekki reynir á gildi þeirra máist mikilvægi þeirra ef til vill út í augum fólks en nú séum við kannski að sjá betur mikilvægi þess að vestræn ríki standi saman í bandalögum.

Hann segir Evrópu vera mestu púðurtunnu heimsins og það séu einungis bandalög á borð við NATO og ESB sem komi í veg fyrir að það kvikni í púðurtunnunni. Þess vegna séu allar skærur í Evrópu gífurlega hættulegar, ekki þurfi mikið neistaflug til að kveikja neistaflug hér og þar.