Ríki Evrópu slaka nú eitt af öðru á að­gerðum gegn CO­VID-19 kóróna­veirunni eftir því sem greindum smitum fækkar smám saman, eins og fram kemur í saman­tekt BBC. Danskir skólar opna aftur í næstu viku og minni verslanir opna aftur í Austur­ríki og Tékk­landi, svo dæmi séu nefnd. Jens Spahn, heil­brigðis­ráð­herra Þýska­lands, segir að eftir páska gætu hlutirnir smám saman færst í eðli­legt horf.

„Verið er að ná tökum á eldinum,“ sagði spænski for­sætis­ráð­herrann Pedro Sanchez á þingi í morgunn, og líkti þannig far­aldrinum við elds­voða. Veiran hefur leikið Spán­verja grátt en út­breiðsla hennar hefur náð há­marki þar í landi ef marka má orð for­sætis­ráð­herrans.

Í líkingu við síðari heimstyrjöld

Þótt hægst hafi á út­breiðslu veirunnar á Ítalíu sparar Giu­seppe Conte for­sætis­ráð­herra ekki stóru orðin. Hann segir í sam­tali við BBC að fram­tíð Evrópu­sam­starfsins velti á því hvernig ríki álfunnar bregðist við far­aldrinum, þetta sé þeirra stærsta þol­raun síðan síðari heims­styrj­öldin var háð. Ítalir gætu slakað á að­gerðum gegn CO­VID-19 frá og með 4. maí.

Stað­fest smit á heims­vísu telja nú um eina og hálfa milljón sam­kvæmt talningu John Hop­kins-há­skóla. Næstum því 90.000 manns hafa látist af völdum veirunnar.

Víðtækar aðgerðir hafa verið um alla Evrópu vegna COVID-19 faraldursins.
Fréttablaðið/Getty