Sanna Marin, for­sætis­ráð­herra Finn­lands segir að Evrópa þurfi að byggja upp eigin varnar­getu, án að­komu Banda­ríkjanna. Þetta sagði hún í Sid­n­ey, þar sem hún er stödd í erinda­gjörðum.

„Við þurfum að tryggja að við séum sterkari,“ sagði Marinog bætti við að hún telur að Evrópa sé í vand­ræðum án Banda­ríkjanna. Þá sagði Marin að Evrópa gæti ekki treyst á að Kína setji hömlur á stríðs­rekstur Rússa.

Marin í­trekaði að Úkraína ætti að fá alla mögu­lega að­stoð til þess að sigra stríðið við Rúss­land, en hún sagði að að­stoð Banda­ríkjanna hafi verið ó­metan­leg. Samt sem áður verði Evrópa að tryggja að hún geti staðið á eigin fótum þegar kemur að varnar­málum.

„Við verðum að tryggja að við séum að byggja upp okkar eigin getu þegar það kemur að evrópskum varnar­málum og tryggja að við getum tekist á við mis­munandi að­stæður,“ sagði Marin.

Bíða eftir inn­göngu í NATO

Fyrir inn­rás Rússa í Úkraínu átti Finn­land í tví­hliða sam­skiptum við bæði Rúss­land og NATO-ríkin. Marin sagði að það hafi verið besta leiðin til þess að tryggja öryggi Finn­lands. Hins vegar hafi að­stæður breyst eftir inn­rásina og sótti Finn­land um aðild að NATO, á­samt Sví­þjóð.

Finnar munu ganga í NATO í nafni friðar,“ sagði Sanna Marin þegar hún var stödd á Ís­landi í nóvember. Hún í­trekaði að inn­ganga landanna í NATO ætti að tryggja öryggi en ekki auka á ó­vin­semd gegn Rúss­landi.

„Áður voru það einungis 20 prósent sem vildu ganga í NATO en nú er það í kringum 80 prósent,“ sagði Marin.