Sigurður Bjarni Sveins­son og Heimir Fannar Hall­gríms­son hafa þurft að fresta ferðinni upp E­verest fjall um einn til tvö daga í ljósi breyttrar veður­spáa en Sigurður og Heimir ætla að klífa fjallið til að styðja við Um­hyggju, fé­lag lang­veikra barna.

„Veður­spár hafa verið að breytast hratt undan­farið og sem dæmi erum við að breyta á­ætlun okkar í kvöld 5 klst fyrir á­ætlaða brott­för á fjallið,“ segir í færslu Face­book síðunnar þar sem hægt er að fylgjast með Sigurði og Heimi. Á­ætlað var að hefja förina klukkan eitt að­fara­nótt sunnu­dags á nepölskum tíma.

Stefndu á toppinn í vikunni

Sigurður og Heimir hófu ferð sína í lok mars og hafa meðal annars verið í hæðar­að­lögun í Khumbu Icefall. Sigurður slasaðist á hné fyrr í mánuðinum en var kominn aftur í grunn­búðir E­verest í gær­morgun. Stefnan var þá að fara aftur í gegnum Khumbu Icefall og upp í búðir tvö.

Mark­miðið var að fara þaðan upp í búðir þrjú og svo fjögur og að lokum á tind E­verest en stefnan var sett á að ná toppnum næst­komandi fimmtu­dag eða föstu­dag. Nú þurfa þeir aftur á móti að sjá hvernig vind­spárnar þróast.

„Þetta sannar­lega tekur á að breyta á­ætlun með svona stuttum fyrir­vara þegar hugurinn er kominn á fjallið en eins og við höfum lagt með frá upp­hafi þá er skyn­semi og heilsa sem skiptir höfuð­máli og að skila sér heim,“ segir í færslu kappanna. „Það hafa þegar orðið al­var­leg slys á fjallinu og hópar sem hafa þurft að snúa við út af veðri og því afar mikil­vægt að taka eins í­grundaða á­kvörðun og hægt er.“

Þeir munu meta nýjar spár í dag og næstu daga en segjast sannar­lega til­búnir í verk­efnið „þegar veður­guðirnir gefa okkur grænt ljós.“

Hægt er að fylgjast með Sigurði og Heimi á Face­book síðunni Með Um­hyggju á E­verest.