Sú óvenjulega staða hefur komið upp að úrslitakvöld Eurovision-keppninnar ber upp á sama kvöld og sveitastjórnarkosningar.

Vegna þessara aðstæðna verður slökkt á útsendingu frá Eurovision-keppninni í Tórínó og skipt yfir í kosningasjónvarp áður en úrslit í keppninni liggja fyrir. Sýnt verður frá keppninni á RÚV 2, bæði áður og eftir að kosningasjónvarpið tekur yfir aðalstöðina.

„Þetta var einfaldlega óhjákvæmilegt því RÚV ber að sjálfsögðu að gera kosningum tilhlíðandi skil,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV í samtali við Fréttablaðið. Hann segir ákvörðunina engu að síður hafa verið mög erfiða, og enga góða lausn hafa legið fyrir. „Í því samhengi er rétt að nefna að útsending frá Euro verður í heild sinni á RÚV 2 og við höfum lagt allt kapp á að upplýsa og leiðbeina áhorfendum.“