Innlent

„Þetta er bara leikrit“

Samningarviðræður ljósmæðra og ríkisins hafa staðið yfir frá því í september á síðasta ári. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir formaður kjaranefndar ljósmæðra segir að fundir með samninganefnd ríkisins séu líkastir leikriti og samstarfsvilji af hálfu þeirra sé lítill.

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra.

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, ljósmóðir og formaður kjaranefndar ljósmæðra, hefur ásamt kjaranefnd Félags íslenskra ljósmæðra, setið fundi með samninganefnd ríkisins síðan í september á síðasta ári. Hún segir að engin raunveruleg samræða sé á fundunum, heldur séu í gangi sýndarviðræður af hálfu ríkisins á kostnað skattgreiðenda. 

Íslenskar ljósmæður hafa verið í árangurslausri kjarabaráttu í fjöldamörg ár. Árið 2015  enduðu viðræður með því að ljósmæður fóru í verkfall og að sögn Katrínar þurftu fjölmargar  ljósmæður að starfa á meðan verkfallinu stóð á svokallaðri neyðarvakt. Enn þann dag í dag hafa þær ljósmæður ekki fengið greidd nein laun fyrir þá vinnu og eiga því inni laun upp á tugi og sumar hundruði þúsunda. Verkfalli lauk með dómi um 9 vikum síðar. Nú hafa ljósmæður haft lausa samninga síðan í september 2017 og eygðu þá von að loks yrði gert leiðrétting á kjörum þeirra. 

Katrín ritaði harðorðan pistil á Facebook síðu sinni þar sem hún segir það vera sorglega staðreynd að til þess að knýja breytingar í gegn hér á landi virðist alltaf þurfa að fara gegn almannahagsmunum og efna til verkfalls, eða bíða eftir að fólki sé svo ofboðið að það segir upp störfum. Ekkert raunverulegt samtal eigi sér stað og að verðmætamat starfa sé hugtak sem þekkist hér bara í orði en ekki á borði. 

Allt sem er lagt á borðið er slegið út

Samningaviðræður kjaranefndar ljósmæðra og ríkisins hafa staðið yfir frá því í september á síðasta ári og hefur kjaranefnd ljósmæðra ítrekað gengið inn reiðubúin til samningaviðræðna en það eina sem þær ganga út með er næsti fundartími. „Við höfum reynt að mæta ríkinu á þeim grundvelli sem þeir leggja upp með, sem er meðal annars að meta og máta starf okkar inn í Salek-rammann svokallaða sem Bandalag háskólamanna hefur þó ekki gerst aðili að en ríkið vill vinna samkvæmt. Þannig höfum við mætt vel undirbúin á alla fundi og með rök fyrir okkar máli. Hver einasti fundur lýkur á örfáum mínútum af því það gerist ekkert. Allt sem við leggjum á borðið er slegið út með einhverjum hagfræðiklisjum sem enginn getur skilið og enginn fótur er fyrir segir Katrín sem einnig segir þeim ítrekað vera boðinn sami innihaldslausi samningurinn. Nú er svo komið að málið er komið til ríkissáttasemjara.“

Ljósmæður á Íslandi sjá um fæðingar og mæðravernd.

Vanvirðing við tíma og vinnu

Katrín segir í pistli sínum „Þvílík vanvirðing við tíma okkar og vinnu. Og, þvílík sóun á almannafé að halda uppi þessum sýndarviðræðum þegar aldrei stóð til að semja um eitt eða neitt allan þennan tíma heldur safna fundatímum sem hægt væri að auglýsa út á við og þvinga svo fyrir fram ákveðið yfirboð með klækjum upp á launþega“. 

Ólíklegt að stefni í annað verkfall 

Katrín bendir jafnframt á það að ljósmæður fóru í mál við ríkið vegna vangoldina launa frá verkfallinu árið 2015 og nú árið 2018 liggur málið í hæstarétti og safnar ryki,“. Katrín segir þó ekki líklegt að boðað verði til verkfalls í þetta skiptið. „Konurnar eru orðnar mjög reiðar og ósáttar. Ég efast um að það verði verkfall en mér finnst ekki ólíklegt að rosalega margir hverfi til annarra starfa.“ Ljósmæður eru yfirsetukonur með mikla þolinmæði en hún er ekki takmarkalaus og það stefnir að óbreyttu í að það komi í ljós tel ég því miður. 

Vilja sama samning fyrir öll félög BHM

Ljósmæðrafélag Íslands er aðili að Bandalagi Háskólamanna ásamt sextán öðrum félögum. Að sögn Katrínar hefur eina útspil samninganefndar ríkisins verið einn samningur sem lagður var fyrir öll félögin á sama tíma, en það er ekki í takt við það sem ákveðið var í upphafi viðræðna í september því hvert félag sótti fram fyrir sig enda annað algjörlega óraunhæft. „Það eina sem félögin eiga sameiginlegt er að þau eru í bandalagi og félagsmenn hafa háskólamenntun. 

Samningurinn sem lagður var fram tekur ekki tillit til stöðu hvers félags fyrir sig heldur byggir á því fyrst og fremst að hækka laun þeirra lægst launuðu,“ segir Katrín. Sem kemur sér vel fyrir dagvinnustéttir sem einungis eru með kröfur um grunnháskólanám. 

„Eftir sitjum við ljósmæður sem vinnum á öllum tímum ársins og erum með kröfu um sex ára háskólanám til starfsréttinda. Við að sjálfsögðu skrifuðum ekki undir þetta enda engin leiðrétting hvað þá kjarabót sem fylgdi þessu plaggi og var okkur þá tjáð að þá hefðum við fyrirgert því að samningur við okkur yrði afturvirkur. Deilu var skotið til ríkissáttasemjara.“ 

Kulna í starfi og verða flugfreyjur 

Katrín segir að næstu skref séu óljós. Við munum mæta á næsta fund með samninganefnd ríkisins og ríkissáttasemjara og höldum í þá von að raunhæfar samningaviðræður hefjist fyrr en seinna. 

Staða ljósmæðra á Íslandi er þannig í dag að við eigum tvær ljósmæður sem eru undir þrítugu og gríðar margar yfir sextugu. Við útskrifum um 9-10 ljósmæður á ári hverju en hluti þeirra skilar sér ekki í stéttina, of margar leita út fyrir landsteinana og annar hluti hverfur til annarra starfa innan fárra ára vegna mikils álags og óviðunandi kjara. Ljósmæður hafa víðtæka og góða menntun og hafa átt auðvelt með að ganga í önnur störf og hafa því miður margar neyðst til þess einungis vegna vinnutíma og lélegra kjara. 


Færslu Katrínar má lesa í heild sinni hér að neðan. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Tekinn aftur á ríflega 130 á Reykjanesbraut

Innlent

Lög­reglan leitaði að „Stúfi“ í Bú­staða­hverfi

Innlent

Tekinn á 132 með vélsleðakerru í eftirdragi

Auglýsing

Nýjast

Segja asbest í barnapúðri Johnson & Johnson

Kældi brennandi bíl með snjó

Glæ­ný Boeing-þota nauð­lendir í Íran

Braust inn í bíl en eigandinn sat undir stýri

Ölvaður maður bjálaðist í vegabréfaskoðun

Ísland er dýrasta land í Evrópu

Auglýsing