Jacida Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, hefur heitið því að nefna ekki nafn byssumanns sem myrti 50 múslima í hryðjuverkaárás í Christchurch á föstudaginn.

„Hann sóttist eftir mörgu með hryðjuverkum sínum, en eitt af því var illur orðstír og það er þess vegna sem þið munið aldrei heyra mig nefna nafn hans,“ sagði Adrern í tilfinningaþrungnu ávarpi á breska þinginu í morgun. Forsætisráðherrann hóf ræðu sína á þingi í dag með því að segja arabísku kveðjuna „Al-Salam Alaikum,“ sem gæti útlagst sem „Friður sé með þér“ á íslensku. 

Í ræðu sinni sagðist hún ætla frekar að nefna nöfn fórnarlamba hryðjuverkamannsins, fremur en nafn þess sem myrti þau. „Ég grátbæni ykkur að nefna nöfn hinna sem við misstum frekar en nafn mannsins sem tók líf þeirra. Hann er hryðjuverkamaður. Hann er glæpamaður. Hann er öfgamaður. En hann mun, þegar ég tala, vera nafnlaus.“

Þá fullvissaði forsætisráðherrann þingmenn um að árásarmaðurinn myndi finna fyrir „fullum þunga“ nýsjálenskra laga. Árásarmaðurinn, sem er á þrítugsaldri, hefur verið ákærður fyrir morð. 

Sem fyrr segir létu fimmtíu lífið í hryðjuverkaárás í Christchurch á föstudaginn. Árásarmaðurinn var hægrisinnaður öfgamaður sem réðst á tvær moskur á föstudagsmorgun. Yngsta fórnarlamb hans var þriggja ára.