Evrópu­sam­bandið hefur heimilað notkun bólu­efnis banda­ríska lyfja­fyrir­tækisins Novo­vax gegn Co­vid-19 og er það fimmta bólu­efni sem leyft er af sam­bandinu á eftir bólu­efnum Pfizer, Moderna, Astrazene­ca og Jans­sen.

Bólu­efnið, sem ber heitið Nu­­vaxo­vid, má nú nota til að bólu­­setja 18 ára og eldri. Sam­­kvæmt rann­­sóknum er virkni Novo­­vax um 90,4 prósent en mark­tæk gögn um virkni þess gegn Ó­­míkron-af­brigðinu liggja ekki fyrir þar sem það hafði ekki komið fram er til­­raunir með bólu­efnið voru gerðar. Fyrir­­­tækið vinnur nú að þróun sér­­staks bólu­efnis gegn Ó­­míkron sem gengur nú sem eldur í sinu um Evrópu.

Nu­vaxo­vid er gert úr brodd­próteini kórónu­veirunnar sjálfrar, sömu að­ferð og er beitt við gerð við gerð bólu­efna gegn ýmsum sjúk­dómum á borð við kíg­hósta og lifrar­bólgu. Það má geyma í ís­skáp sem gerir geymslu og dreifingu þess auð­velda.