Evrópu­­sam­bandið skoðar nú að setja aftur á hömlur á komur ferða­manna frá Banda­­ríkjunum til ríkja sam­bandsins sökum vaxandi fjölda Co­vid-smita þar. Sam­­kvæmt heimildum Bloom­berg er á­standið þar orðið svo slæmt að landið upp­­­fyllir ekki lengur kröfur sam­bandsins sem gerðar eru til ríkja svo ferða­­menn þaðan geti komið til Evrópu­­sam­bands­landa án hindrana. Full­bólu­­settir munu þó enn geta ferðast til ríkja ESB, fari svo að reglunum verði breytt.

Evrópu­sam­bandið af­létti öllum kvöðum á ferða­menn frá Banda­ríkjunum í júní, þar sem á­stand far­aldursins vestan­hafs væri nógu gott til að upp­fylla skil­yrði ESB. Banda­ríkja­menn halda hins vegar enn til streitu ferða­banni á ó­nauð­syn­legar ferðir Evrópu­búa til landsins. Unnið er að því að af­létta banninu en hve­nær það gæti gerst er ó­ljóst á þessari stundu.

Eins og víðast hvar annars staðar er far­aldurinn í miklum vexti í Banda­ríkjunum vegna út­breiðslu Delta-af­brigðis Co­vid-19. Ný­gengi smita þar er komið yfir 75 sem er það sem ESB miðar við svo fólk geti komið til ríkja þess án tak­markana. Ný­gengið í Banda­ríkjunum var þann 6. ágúst meira um 270.

Til þess að fjar­lægja Banda­ríkin af lista ESB þarf sam­þykki aukins meiri­hluta aðildar­ríkjanna 28. Þá gætu Banda­ríkja­menn ekki komið til landanna nema ríka nauð­syn beri til.