Evrópu­sam­bandið mun banna inn­flutning rúss­neskrar olíu í næstu þvingunar­að­gerðum sínum gegn Rússum vegna inn­rásarinnar í Úkraínu á næstunni. Ur­sula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjóri Evrópu­sam­bandsins, kynnti í morgun næstu refsi­að­gerðir sam­bandsins.

Von der Leyen segir að Vla­dimir Pútín Rúss­lands­for­seti sé með það mark­mið að stroka Úkraínu út af landa­korti heimsins. Það muni honum ekki takast.

Ó­víst er hve­nær bannið verður tekur gildi en von der Leyen sagði mikil­vægt að tryggja að­gengi að öðrum mörkuðum með olíu þannig að á­hrif að­gerðanna yrðu sem minnst, nema þá fyrir Rússa.

Í um­fjöllun BBC er minnst á að Ung­verja­land og Slóvakía séu lík­leg til að biðja um undan­þágu frá banninu en ó­víst er hvort fallist verður á það. Von der Leyen minntist ekkert á undan­þágur í erindi sínu.

Í erindi sínu lýsti hún einnig inni­haldi að­gerða­pakka sam­bandsins til handa Úkraínu. „Við viljum að Úkraína vinni þetta stríð,“ sagði hún og bætti við að inn­rás Rússa hefði haft gríðar­lega mikil á­hrif á efna­hag Úkraínu.