Eftir­lits­stofnun EES-samningsins (ESA) hefur komist að þeirri niður­stöðu að ís­lenska ríkið hafi gerst brot­legt við átta greinar í reglum EES um mat á um­hverfis­á­hrifum þegar það breytti lögum um fisk­eldi í októ­ber 2018, en ekki fjórar eins og kom fram í bráðabirgðaúrskurði frá árinu 2020.

Brotin felast í að úti­loka al­menning frá um­fjöllun um bráða­birgða­leyfin og í að gera al­menningi ó­kleift að kæra þau. Sömu­leiðis eru brotin á á­kvæði um að skyldu til að gilt um­hverfis­mat liggi fyrir þegar veitt eru rekstrar- og starfs­leyfi fyrir leyfis­skyldar fram­kvæmdir og starf­semi. Brotin eiga við greinar 2, 4-9 og 11 í Evrópu­til­skipun um um­hverfis­mat

Þá á­telur ESA ís­lenska ríkið og sér­stak­lega fyrr­verandi um­hverfis- og auð­linda­ráð­herra, Guð­mund Inga Guð­brands­son, og fyrr­verandi sjávar­út­vegs- og land­búnaðar­ráð­herra, Kristján Þór Júlíus­son, fyrir að bregðast ekki við bráða­birgða­úr­skurðinum, fyrir að nota hin röngu lög til þess að veita starfs- og rekstrar­leyfi til fisk­eldis­fyrir­tækja án um­hverfis­mats og fyrir að gera brotin verri með að­gerða­leysi sínu þegar leyfin voru ekki aftur­kölluð.

Frá þessu er greint í til­kynningu frá Land­vernd. Fjallað var um málið í Frétta­blaðinu í dag en þar kemur fram að ís­lenska ríkið hefur tvo mánuði til að bregðast við þessu og breyta lögum sem sett voru árið 2018. Ef þau gera það ekki verða þau dregin fyrir EFTA dóm­stólinn í annað sinn á stuttum tíma.

Ekki brot á fjórum greinum, heldur átta

Í frétta­til­kynningu Land­verndar kemur fram að í bráð­birgða­úr­skurði ESA um málið frá því í apríl 2020 hafi þau komist að því að ís­lenska ríkið hafi gerst brot­leg við fjórar greinar, en núna í loka­úr­skurði sínum er niður­staðan sú að ís­lenska ríkið gerðist brot­legt við átta greinar EES reglna um um­hverfis­mat.

„Með hinum ó­lög­mætu á­kvæðum í ís­lenskum lögum frá í októ­ber 2018 var sjávar­út­vegs- og land­búnaðar­ráð­herra heimilað að gefa út bráða­birgða­rekstrar­leyfi til 20 mánaða til fisk­eldis­fyrir­tækja. Ekki er gert ráð fyrir því að slík bráða­birgða­leyfis­veiting fari í um­hverfis­mat eða að al­menningur og sam­tök al­mennings geti komið sjónar­miðum sínum að áður en leyfi er veitt. Lögin úti­loka enn fremur að leyfis­veitingin sé kærð til ó­háðs og hlut­lauss aðila á borð við úr­skurðar­nefndar um­hverfis- og auð­linda­mála,“ segir í frétta­til­kynningu Land­verndar.

Fram kemur í bréfi ESA um málið að ný lög um mat á um­hverfis­á­hrifum sem tóku gildi 1. septem­ber 2021 taki ekki á brotum Ís­lands en Land­vernd hefur einnig kvartað til ESA vegna þessara nýju laga sem þau segja ekki upp­fylla á­kvæði EES samningsins þegar kemur að um­hverfis­mati sem grund­velli á­kvarðana­töku í um­hverfis­málum, hlut­leysi leyfis­veit­enda og mark­miðum um hátt verndar­stig um­hverfisins.

Breyttu lögum samdægurs

For­saga málsins er sú að í októ­ber 2018 breytti Al­þingi lögum um fisk­eldi með frum­varpi sem sam­þykkt var sam­dægurs og með afar tak­mörkuðum um­ræðum. Sam­kvæmt frétta­til­kynningu Land­verndar kvörtuðu þau um mánuði síðar til ESA vegna laga­breytinganna og sendu kvörtun á­samt sex öðrum um­hverfis­verndar­sam­tökum til eftir­lits­nefndar Á­rósa­samningsins í febrúar árið 2019 sem enn er til með­ferðar hjá nefndinni.

Í lok til­kynningar Land­verndar segir að EES-reglur geri ráð fyrir að­komu al­mennings við á­kvarðana­töku við um­hverfis­mat í sam­ræmi við á­kvæði Á­rósa­samningsins sem Ís­land hefur inn­leitt. Þau segja að reglurnar feli ekki að­eins í sér lýð­ræðis­legan rétt al­mennings heldur stuðli þær líka að fag­legri og skyn­samari á­kvarðana­töku til langs tíma.

„Það er því allra hagur að farið sé eftir reglum um um­hverfis­mat og að­komu al­mennings að opin­berri á­kvarðana­töku. Án að­komu al­mennings eru á­hrif hags­muna­aðila á á­kvarðana­töku í um­hverfis­málum mjög sterk og mikil hætta á því að hátt verndar­stig um­hverfisins verði ekki megin­mark­mið heldur efna­hags­legur á­bati hags­muna­aðila.“