Hinn 1. janúar 2021 varð Eftir­lits­stofnun EFTA (ESA) á­byrg fyrir eftir­liti með réttindum breskra ríkis­borgara á Ís­landi, Liechten­stein og Noregi eftir út­göngu Bret­lands úr Evrópu­sam­bandinu.Í til­kynningu kemur fram að hið nýja vald­svið sé sett fram í út­göngu­samningi Bret­lands og EES EFTA ríkjanna. ESA getur skoðað mál sem varða réttindi breskra ríkis­borgara sem fluttust til EES EFTA ríkja fyrir 31. desember 2020.

Þá kemur fram að jafnaði nái samningurinn ekki til breskra ríkis­borgara sem fluttust til EES EFTA ríkja eftir þennan tíma. ESA getur komist að þeirri niður­stöðu að opin­berir aðilar hafi ekki fylgt á­kvæðum framan­greinds samnings, einkum þegar al­mennir eða kerfis­bundnir brestir hafa átt sér stað. Einnig getur stofnunin á­kveðið að höfða mál fyrir EFTA dóm­stólnum.

Vald­heimildir ESA koma ekki í stað nú­gildandi úr­ræða: Breskir ríkis­borgarar í EES EFTA ríkjunum geta einnig nýtt sér gildandi kvörtunar- og á­frýjunar­leiðir sam­kvæmt lands­lögum EES EFTA ríkjanna.

Eftir­lit með réttindum EES EFTA ríkis­borgara sem fluttu til Bret­lands fyrir 31. desember verður fram­kvæmt af UK In­dependent Monitoring Aut­ho­rity (UK IMA).