Ragnar Þór Ingólfs­son for­maður VR segir erfitt að meta stöðuna eins og hún er og hvort það náist að semja fyrir jól. Gert var hlé á samninga­við­ræðum þeirra við Sam­tök at­vinnu­lífsins í gær og dagurinn í dag verður nýttur hug­mynda­vinnu ó­líkra hópa. Samninga­nefndirnar munu svo koma saman aftur í fyrra­málið.

„Við erum á kafi í vinnu og það er ó­mögu­legt að meta stöðuna,“ segir Ragnar Þór og að það sé verið að reyna að finna lausnir á málinu.

Spurður hvort að enn sé mark­mið að klára fyrir jól segir hann þetta flókið verk­efni.

„Ef það á að ná skamm­tíma­samningi þarf það að gerast á nokkrum dögum. Það er í sjálfu sér ekkert annað sem er í stöðunni,“ segir Ragnar sem segist ekkert geta gefið upp hvað myndi vera í slíkum samningi.

Er þetta erfiðara en áður?

„Ég á erfitt með að meta það. Þetta er alltaf mikil törn þegar svona vinna fer í gang,“ segir Ragnar og að hann telji daginn í dag verða tíðinda­lítinn en að mögu­lega verði eitt­hvað að frétta á morgun þegar samninga­nefndirnar hittast á ný.

Hann á von á því að dagurinn í dag verði langur en að það sé erfitt að vita hversu langur.