Sér­sveit lög­reglunnar hand­tók nú síð­degis karl­mann á Austur­velli sem grunaður eru um að hafa rænt verslun í mið­bænum með hníf fyrr í dag. Skemmti­staðar­ekandinn Geoffrey Huntington Willams varð vitni að hand­tökunni á Austur­velli og furðar sig á vopna­til­burðum lög­reglunnar í færslu á Twitter.

Í færslunni birtir Geof­frey mynd­band af hand­tökunni. Þar má sjá vopnaða sér­sveitar­lög­reglu­menn í fullum skrúða hand­taka manninn fyrir utan American Bar.

„Ég spyr: Er þetta eðli­legar var­úðar­ráð­stafanir lög­reglu þegar hand­sama þarf tvo ó­gæfu­menn af bekk á Austur­velli? Er sér­sveitin, stíf­vopnuð og vissu­lega mjög ógnandi í sínum að­gerðum nauð­syn­leg í svona út­köll? Eiga úti­gangs­menn í Reykja­vík hættu á að vera skotnir?“

Jóhann Karl Þóris­son, að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn, þver­tekur fyrir það að um hafi verið að ræða of­fors af hálfu lög­reglunnar. Hann segir að sér­sveitin sé á­vallt kölluð út þegar um sé að ræða vopnaða ein­stak­linga, það séu stöðluð vinnu­brögð.

Hann segir að lög­reglan geti ekki tekið sénsa í slíkum til­vikum. Maðurinn hafi rænt verslun í mið­bænum fyrir há­degi með hníf. Engin leið hafi verið fyrir lög­reglu­menn að vita hvort maðurinn myndi beita vopninu gegn þeim eða ekki.