Erpur Ey­vindar­son, tón­listar­maður og einn með­lima XXX Rottweil­er, var við­staddur mót­mælin sem fóru fram á Austur­velli í dag. Erpur var vægast sagt reiður þegar blaða­maður Frétta­blaðsins talaði við hann.

Erpur segir ekkert gott koma frá einka­eign, og að ríkis­stjórnin eigi að passa sig á því. „Það er búið að ræna, rústa og rupla, það er hyskis­hegðun að ræna þjóðar­eign,“ sagði Erpur, að­spurður að því hvað honum finnist um sölu á hluta ríkisins á Ís­lands­banka.

„Þegar þessir kapítal­istar skíta í sig og fara með þjóð­fé­lagið þá er al­menningur, al­þýða landsins, sett í að bjarga þeim um leið og skútan er komin á siglingu, þá er hægt að flauta í pabba sinn og fé­laga, ein­hverja fag­fjár­festa,“ sagði Erpur.

Erpur lýsir Sjálf­stæðis­flokkurinn hafa verið snjall að taka Vinstri græna með sér í ríkis­stjórn. „Hann er búinn að rífa tennurnar úr svo mikilli and­stöðu,“ sagði Erpur. Hann vill meina að ef Vinstri grænir væru ekki í ríkis­stjórn væru þau við­stödd mót­mælin.

„Sjálf­stæðis­flokkurinn er eins og minkur“ sagði Erpur. „Eftir síí­trekaða reynslu er það orðið skýrt að þú getur ekki boðið mink í partí í hænsna­búi.“