Maður í annarlegu ástandi var handtekinn í Reykjavík eftir ítrekuð afskipti lögreglu. Maðurinn fór ekki að fyrirmælum lögreglu og er grunaður um brot á lögreglusamþykkt. Hann var vistaður í fangageymslu sökum ástands.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, en það kemur fram að tveir menn í miðborginni voru handteknir, grunaðir um vörslu eða sölu fíkniefna. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu fyrir rannsókn málsins. Seinna um kvöldið var loks þriðji maður handtekinn, grunaður um vörslu eða sölu á fíkniefnum. Hann var einnig vistaður í fangageymslu.
Lögreglu var tilkynnt um erlendan ferðamann sem datt af rafhlaupahjóli og slasaðist á hné í Hlíðunum. Hann var fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar.
Þá voru nokkrir einstaklingar stöðvaðir af lögreglu, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.