Maður í annar­legu á­standi var hand­tekinn í Reykja­vík eftir í­trekuð af­skipti lög­reglu. Maðurinn fór ekki að fyrir­mælum lög­reglu og er grunaður um brot á lög­reglu­sam­þykkt. Hann var vistaður í fanga­geymslu sökum á­stands.

Þetta kemur fram í dag­bók lög­reglu, en það kemur fram að tveir menn í mið­borginni voru hand­teknir, grunaðir um vörslu eða sölu fíkni­efna. Mennirnir voru vistaðir í fanga­geymslu fyrir rann­sókn málsins. Seinna um kvöldið var loks þriðji maður hand­tekinn, grunaður um vörslu eða sölu á fíkni­efnum. Hann var einnig vistaður í fanga­geymslu.

Lög­reglu var til­kynnt um er­lendan ferða­mann sem datt af raf­hlaupa­hjóli og slasaðist á hné í Hlíðunum. Hann var fluttur með sjúkra­bíl til að­hlynningar.

Þá voru nokkrir ein­staklingar stöðvaðir af lög­reglu, grunaðir um akstur undir á­hrifum á­fengis eða fíkni­efna.