Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöld ræddi fréttstofa við Harald Óskar Tómasson heimilislækni sem kominn er á eftirlaun. Hann segir að flestir þeir sem veikjast verst hér á landi séu erlendir, óbólusettir verkamenn.

„Eitt sem hefur komið í ljós er að atvinnurekendur eru að flytja inn fullt af erlendum verkamönnum sem eru óbólusettir. Mér finnst að það eigi að stoppa það af,“ segir Haraldur Óskar Tómasson, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gærkvöld.

Þá kemur fram að í fjögurra manna hópi ferðamanna frá Bandaríkjunum sem höfðu verið bólusettir, reyndust þrír þeirra einkennalausir en með bráðsmitandi veiru.

„Þannig að eins og dómsmálaráðherra og ferðamálaráðherra vilja, opna landið, ég veit ekki hvað hefði gerst ef þeir hefðu sloppið inn svona og ógreindir,“ segir Haraldur Óskar.