Stór­fréttin úr ís­lensku kosningunum, sam­kvæmt er­lendu miðlunum, er að í fyrsta sinn í sögu Evrópu fá fleiri konur sæti á þingi en karlar. Ís­land kaus í gær 33 konur inn á þing, sem fá þá 52 prósent þing­sætanna. Sví­þjóð er með næst hæsta hlut­fall þing­kvenna með 47 prósent.

Ís­lensku kosningarnar vöktu mikla at­hygli er­lendis í að­dragandanum, meðal annars fyrir það hversu margir flokkar áttu mögu­leika á að komast á þing. Þá var einnig á­hugi á því að sjá hvort ríkis­stjórnin myndi halda velli og hvernig mis­munandi á­herslur flokkanna í lofts­lags­málum myndu spila inn í.

Breska frétta­miðillinn The Guar­dian greinir frá þessu og segir kosningarnar hafa sett Katrínu Jakobs­dóttur, for­sætis­ráð­herra og for­mann Vinstri grænna, í ó­vissa stöðu þrátt fyrir að ríkis­stjórnar­flokkarnir hafi haldið velli og gott meira. Þau ræddu við hina 85 ára Ernu sem segist hafa beðið allt sitt líf eftir því að sjá konur í meiri­hluta.

Eva Önnu­dóttir, dósent í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Ís­lands, segir í sam­tali við frétta­stofu The Guar­dian að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum sé enn mögu­leiki þar sem lofts­lags­málin voru ofar­lega í hugum kjós­enda og það gæti haft á­hrif á stjórnar­myndunar­við­ræður.

Nýju tíðindin voru einnig í fréttum í Frakk­landi en þar fjallar franski frétta­miðillinn France24 um nýja Evrópu­metið. Þeir vitna í Sigurð Inga Jóhanns­son, for­mann Fram­sóknar­flokksins, og Bjarna Bene­dikts­son, for­mann Sjálf­stæðis­flokksins, sem segjast vera opnir fyrir því að ræða á­fram­haldandi sam­starf við Vinstri græna.

En þó svo að þetta Evrópu­met hafi fallið í hendur Ís­lendinga þá eru nokkur önnur lönd sem hafa áður verið með kvenna meiri­hluta á þingi. Eins og er eru Rúanda, Kúba, Nikaragúa, Mexíkó og Arabíska fursta­dæmið öll með 50 prósent konur á þingi eða fleiri.