Þær Birn­a Hrönn Björns­dótt­ir og Eva Mar­í­a Þór­ar­ins­dótt­ir hjá Pink Icel­and eru ýmsu van­ar og fannst því ekki til­tök­u­mál að rigg­a upp brúð­kaup­i við spú­and­i eld­gos.

Ferð­a­skrif­stof­an Pink Icel­and hef­ur sér­hæft sig í brúð­kaup­um og fjöl­marg­ir er­lend­ir ferð­a­menn hafa kom­ið hing­að til lands á þeirr­a veg­um. Eðli máls­ins sam­kvæmt hef­ur lít­ið ver­ið að gera hjá þeim und­an­far­ið og seg­ir Birn­a að það fyrst­a sem komi upp í hug­ann að­spurð um við­brögð þeirr­a vera æðr­u­leys­i. „Að stand­a framm­i fyr­ir að­stæð­um sem við höf­um enga stjórn á var eitt­hvað alveg nýtt og þá sér­stak­leg­a fyr­ir okk­ur sem erum vön að vera allt­af með allt skip­u­lag og ut­an­um­hald og stýr­a öllu.“

En mög­u­leg­a fer hag­ur fyr­ir­tæk­is­ins að vænk­ast enda stendur ekki á á­hug­an­um á að gift­a sig við gos­ið. „Fólk úti í heim­i trú­ir því varl­a að það sé hægt að um­gang­ast eld­gos, hvað þá að gera það að staðn­um þar sem þú heit­binst mak­an­um þín­um.

Pink Icel­and hef­ur allt frá stofn­un árið 2011 stól­að á og unn­ið í nátt­úr­unn­i því hún er jú aðal að­drátt­ar­afl Ís­lands og það væri bara al­gjör draum­ur að fá að vera með fleir­i brúð­kaup við eld­gos­ið. Brúð­kaup eru sér­stök stund nú þeg­ar, hvað þá þeg­ar jörð­in er að opn­ast fyr­ir fram­an brúð­hjón­in og hraun­ið streym­ir um í ám og foss­um og spýt­ist upp í loft. Móð­ir nátt­úr­a kem­ur mjög sterk inn og hjálp­ar Pink Icel­and og ferð­a­þjón­ust­unn­i allr­i að minn­a á sig,“ seg­ir Birn­a.

Þeir Sum­ar­lið­i Vet­ur­lið­i Snæ­land Ingi­mars­son og Jón Örvar Gests­son gift­u sig við eld­gos. Brúð­kaup­ið var á­kveð­ið með fárr­a daga fyr­ir­var­a í samstarfi við Pink Iceland.

Hver var helst­a á­skor­un­in við að hald­a brúð­kaup við eld­gos?

„Sama á­skor­un og við eig­um við í mörg önn­ur skipt­i og það er veðr­ið og nátt­úr­an sjálf. Við höfð­um far­ið sam­an hóp­ur­inn tveim­ur dög­um áður að kann­a að­stæð­ur en þá var okk­ur snú­ið við næst­um á punkt­in­um vegn­a gasm­eng­un­ar á svæð­in­u. Eftir þá svað­il­för sett­umst við nið­ur sam­an og skellt­um í nýja ör­ygg­is­á­ætl­un fyr­ir brúð­kaup hjá eld­gos­i sem var viss­u­leg­a ekki til í verk­lags­regl­um okk­ar. Það kom ber­sýn­i­leg­a í ljós að við réð­um engu held­ur yrð­um að stól­a á góð­ar að­stæð­ur til að geta lát­ið verð­a af æv­in­týr­in­u. Við vor­um í sam­band­i við björg­un­ar­sveit­irn­ar bæði áður en við lögð­um í hann og á með­an við dvöld­um á svæð­in­u, það var ó­met­an­legt að vita af þeim þarn­a.“

Birn­a seg­ir að smærr­i á­skor­an­ir hafi einn­ig kom­ið upp en gam­an hafi ver­ið að eiga við þær.

„Við vild­um til dæm­is koma brúð­gum­un­um á ó­vart með fal­legr­i og góm­sætr­i brúð­ar­tert­u og bent­i kök­u­gerð­ar­meist­ar­inn rétt­i­leg­a á að það væri snið­ug­ast að hylj­a hana með syk­ur­mass­a því smjör­krem kæmi ekki vel und­an margr­a klukk­u­stund­a fjall­göng­u.“

Hvern­ig var út­færsl­an?

„Það lögð­ust all­ir á eitt, Pink Icel­and teym­ið, Styrm­ir og Heið­dís ljós­mynd­ar­arn­ir og Kaco Films víd­e­ót­ök­u­fólk­ið. Við gáf­um okk­ur tíma í að finn­a hinn full­komn­a stað og njót­a ferð­a­lags­ins og út­sýn­is á leið­inn­i. Svo þeg­ar stað­ur­inn var fund­inn sett­um við upp grunn­búð­ir. Það var pop-up skipt­i­klef­i fyr­ir brúð­gum­a og at­hafn­a­stjór­a því þeir ætl­uð­u alls ekki að gift­a sig í göng­u­gall­an­um. Föt­in voru öll vel skip­u­lögð en það þurft­i marg­ar hend­ur til að skip­u­leggj­a þess­i fat­a­skipt­i. Barm­blóm voru dreg­in upp úr nest­is­box­i, hring­arn­ir dregn­ir fram, fund­inn góð­ur stað­ur í hraun­in­u til að still­a upp brúð­ar­tert­unn­i og kamp­a­vín­in­u. Því mið­ur rat­að­i súkk­u­lað­ið ekki á bakk­a því það hafð­i bráðn­að í bak­pok­a þeg­ar var ver­ið að hlýj­a sér við hraun­ið.“

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari