Erla Bolladóttir, ein dóm­þola í Guð­mundar- og Geir­finns­málum sem ekki fékk mál sitt endur­upp­tekið, segir málin hafa skapað mikinn aðskilnað innan fjölskyldu sinnar.

Erla ræðir við Elínu Hirst á Fréttavaktinni á Hringbraut í kvöld um samband sitt við bróður sinn, Einar Bollason, sem sat saklaus í einangrun í 105 dag í Síðumúlafangelsinu eftir að hún bar á hann rangar sakir.

„Hann hefur ekki alveg áttað sig á hvernig í pottinn var búið þegar ég var þvinguð til að bera vitni gegn honum,“ segir Erla í viðtali á Fréttavaktinni á Hringbraut í kvöld.

Valdemar Olsen, Magnús Leopoldsson og Einar Bollason voru á vitnalista ríkisins í máli Erlu.
Fréttablaðið/Eyþór

Erla segist vilja sjá sættir í systkinahópi sínum.

„Það er aldrei of seint og lífið er í rauninni allt of stutt til að skemmta skrattanum með einhverju svona.“