Guðmundar- og Geirfinnsmál, víðimikil sakamál um hvarf tveggja manna, eru enn óupplýst. Erla Bolladóttir, sú eina af þeim sex einstaklingum sem hlutu dóma í málunum árið 1980 sem ekki hefur fengið mál sitt endurupptekið, telur að einhver sé þarna úti sem viti hvað raunverulega gerðist.

Úr­skurður endur­upp­töku­nefndar í máli Erlu var í dag felldur úr gildi með dómi Héraðs­dóms Reykja­víkur sem kveðinn var upp rétt í þessu. Mál hennar fer því til endur­upp­töku­dóms til nýrrar með­ferðar og úr­skurðar um hvort skil­yrði eru fyrir því að endur­upp­taka hennar þátt í Geir­finns­málinu.

Erla ræðir við Elínu Hirst í Fréttavaktinni í kvöld um þessi fordæmalausu mál.

„Það er einhver þarna úti sem veit eitthvað meira en við hin um afdrif Geirfinns og reyndar Guðmundar líka. Sá sem það veit hefur ekki séð ástæðu til að stíga fram og upplýsa þjóðina um það sem var að gerast,“ segir Erla í Fréttavaktinni á Hringbraut.

Hún segir að sér þætti forvitnilegast að skyggnast inn í hugsanir rannsóknarmanna í Keflavík sem upphaflegu rannsökuðu hvarf Geirfinns.

Fréttavaktin hefst á Hringbraut klukkan 18:30 í kvöld