Jóhanna Guðrún Jónsdóttir er í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins þar sem hún ræðir meðal annars sögusagnir sem fóru af stað þegar hún byrjaði nýtt samband og varð barnshafandi stuttu eftir skilnað.

„Ég vissi alveg að fólk myndi leggja saman tvo og tvo og fá út einhverja fáránlega tölu. Auðvitað er það ömurlegt, enda var þetta ekki þannig og það kemur heldur ekki neinum við. Ég skil ekki þessa slúðurmenningu, að sitja og tala um líf annarra, sérstaklega þegar fólk er að ganga í gegnum erfiðleika. Það var mjög erfitt að fara í gegnum og ég ætla ekkert að ljúga öðru. Það er erfitt að vita til þess að þessa vikuna sé maður það sem fólk er að tala um.“