Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, segir að leið­beiningar til þeirra ungu kvenna sem fengu Astra­Zene­ca bólu­efnið áður en hætt var að gefa þeim það, gætu ekki verið skýrari. Þær verði að velja sjálfar hvað þær vilji í seinni sprautu en líkurnar á auka­verkunum séu minni í seinni sprautu Astra­Zene­ca.

Þetta er meðal þess sem fram kom á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna. Frétta­blaðið greindi í gær frá því að konur fæddar 1968 sem fengu bólu­setninguna upp­lifi sig í limbói vegna málsins og í ó­vissu um hvað þær eigi að gera varðandi seinni bólu­setninguna.

Þór­ólfur segir leið­beiningar til þessa hóps skýrar. „Við höfum áður sagt að fólk verði að á­kveða þetta sjálft,“ segir Þór­ólfur. Margir vilji Astra­Zene­ca að nýju í seinni sprautunni, minni líkur séu á sjald­gæfum auka­kvillum í þeirri sprautu.

„Það kann að vera að fólki finnist ó­þægi­legt að taka á­kvörðun um þetta sjálft en þannig er það bara með margt í lífinu,“ segir Þór­ólfur. „Ef fólk hefur ekki fundið fyrir neinum ó­þægindum af Astra í fyrsta skammtinum, þá eins og ég segi eru auka­verkanirnar miklu fá­tíðari í seinni og þá finnst mér bara eðli­legt að fólk fái seinni. En það geta verið alls­konar á­stæður fyrir því að fólk hafi á­hyggjur, þá getur það valið annað bólu­efni,“ segir Þór­ólfur.

Allir eiga að fá bólu­setningar­vott­orð

Frétta­blaðið ræddi í gær við konu fyrir norðan sem fékk fyrst Moderna bólu­efni en síðar Pfizer, þegar Moderna var búið fyrir norðan. Hún sagðist ekki geta fengið bólu­setningar­vott­orð í kjöl­farið.

Þór­ólfur segir að­spurður að allir eigi að fá slíkt vott­orð, líka þeir sem hafa fengið blandaða bólu­setningu. Víðir segir að í þessu til­viki hafi verið um að ræða tækni­legt at­riði.

„Mér skilst að það sé verið að laga þetta núna, þannig að fólk fái vott­orðið,“ segir Víðir. Þór­ólfur segir að­spurður ekki vita til þess hvort það sé sam­þykkt í öðrum löndum. Sér þyki þó ó­lík­legt að það verði ekki þannig, þar sem blönduð bólu­setning tíðkist víðar en bara hér á Íslandi.

Að flýta seinni sprautu Astra ræðst af magni

Þór­ólfur hefur áður rætt mögu­leikann á því að flýta seinni sprautu Astra­Zene­ca hjá þeim sem það fengu.

Hann segir að­spurður það enn inn í myndinni, en það ráðist af magni bólu­efnis sem Ís­lendingar hafi undir höndum.

„Ef fólk vill bólu­efni eftir tvo mánuði er ekki víst að við séum með bólu­efni til að gefa eftir þann tíma. En virknin dregst ekki þó það dragist að gefa seinni skammtinn,“ segir hann. Ekki þurfi að byrja upp á nýtt, virknin haldi sér.