Rann­­­­sókn á morðinu í Úlfarsár­­­­dal er enn í fullum gangi sam­­­­kvæmt upp­­­­­­­lýsingum frá Margeiri Sveins­­­­syni, að­­­­stoðar­yfir­­­­lög­­­­reglu­­­­þjóni hjá mið­lægri rann­­­­sóknar­­­­deild lög­­­­reglunnar á höfuð­­­­borgar­­­­svæðinu. Að hans sögn er erfitt að segja hve­nær henni muni ljúka.

Maður á fimm­tugs­aldri var úr­skurðaður í gæslu­varð­hald vegna málsins en sagt hefur verið frá því í fjöl­­­­miðlum að fleiri hafi réttar­­­­stöðu sak­­­­bornings og segir Margeir að svo sé enn.

Upp­­­haf­­­lega voru fimm hand­­­teknir vegna morðsins, en fjórum sleppt daginn eftir.

Mennirnir voru hand­­­­teknir á vett­vangi eftir að til­­­­kynnt hafði verið um að maður hefði fallið fram af svölum í Úlfarsár­­­­dal. Maðurinn var fluttur á Land­­­­spítalann og úr­­­­­­­skurðaður látinn við komuna þangað.