Pakistanski herinn ætlar að halda grunn­búðum opnum á K2 en að­stoðar­fólk John Snorra, Mohammad Ali Sadpara, og Juan Pablo Mohr heldur heim á leið. Frá þessu er greint í frétta­il­kynningu frá fjall­göngu­konunni Vanessu O‘Brien, en hún er tals­maður fjöl­skyldna mannanna þriggja.

Í til­kynningu hennar kemur fram að ítar­leg leit hafi verið gerð með hinum ýmsu tækjum og tólum. Þau hafi talið sig vera komin á slóðir ein­hvers en það hafi svo verið svefn­poki, rifin tjöld og svefn­dýnur sem ekki hafi verið í eigu fjall­göngu­mannanna þriggja. Þeirra hefur nú verið saknað í alls níu daga.

Fjallið er 8.611 metrar á hæð.
Facebook/Chhang Dawa

Fordæmalaus leit

O‘Brien segir að leitin sé mikið átak og hefði ekki verið hægt að fram­kvæma svo víð­tæka leit nema með að­stoða ýmissa og telur hún upp bæði ein­stak­linga og stofnanir í Pakistan, Ís­landi og Síle, en geim­vísinda­stofnanir á Ís­landi og Síle hafa að­stoðað.

„For­dæma­laus leit í sögu fjalla­mennsku hefur verið fram­kvæmd,“ segir O‘Brien í til­kynningunni.

Eiga samanlagt þrettán börn

Þar kemur einnig fram að á morgun verði haldinn blaða­manna­fundur um leitina.

O‘Brien minnir svo á í lokin að viða í heiminum sé haldið upp á Valentínusar­daginn og að mikil­vægt sé að vera góð við hvort annað og láta þau sem við elskum vita af okkur þyki vænt um þau.

„Þessir þrír sterku og hug­rökku fjall­göngu­menn eiga þrettán börn. John Snorri Sigur­jóns­son (6), Ali Sadpara (4) og Juan Pablo Mohr (3) og ég veit að þeir voru allir elskaðir af fjöl­skyldum sínum. Vin­sam­legast gefið fjöl­skyldum þeirra tíma, rými og sam­úð. Deilið sögum ykkar af þeim, svo þeirra veðri minnst,“ segir O‘Brien að lokum.

Til­kynningu hennar er hægt að sjá í heild sinni hér að neðan.