Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra, varaði við því að draga of miklar um nú­verandi sótt­varna­ráð­stafanir í tengslum við hóp­smitin tvö sem greindust um helgina.

Alls greindust 27 með veiruna innan­lands í gær en ekki hafa fleiri greinst á einum sólar­hring síðan 3. nóvember.

„Mér finnst mikil­vægt að halda því til haga að þau smit sem við erum að sjá núna og má rekja til smit sem koma yfir landa­mærin til aðila sem hélt ekki sótt­kví, kom hingað til lands fyrir 1. apríl bæði fyrir gildis­töku reglu­gerðar um sótt­kvíar­hótel sem og fyrir þess reglu­verks sem tók við af þeirri reglu­gerð þegar hún var dæmd ó­lög­mæt. Þannig að við verðum að hafa það í huga að það er kannski erfitt að draga of miklar á­lyktanir um nú­verandi ráð­stafanir út frá þessu til­tekna smiti,“ sagði Katrín á Al­þingi rétt í þessu.

„En það breytir því ekki að við þurfum að sjálf­sögðu að horfa til þess hvernig við getum tryggt að það reglu­verk sem við höfum verið með á landa­mærum, sem er að mörgu leyti mjög skil­virkt og gott. Það er tvö­föld skimun, krafa um nei­kvætt PCR próf og sótt­kví á milli að það sé virt því. Í raun og veru snúast þessi smit ekki um fyrir­komu­lagið sjálft heldur að fólk er ekki að fylgja fyrir­komu­laginu og það er mjög miður,“ sagði Katrín.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Katrín bætti við að það væri mjög eðli­legt að al­þingis­menn væru að skynja gremju hjá þeim sem eru að leitast við að fylgja reglunum og sjá núna af­leiðingar af sótt­varna­brotum annarra.

„Þess vegna var á­kveðið að grípa til ráð­stafana innan nú­verandi laga­ramma og af því að ég var spurð að því ein­hvers staðar hvort lög­gjöfin væri ein­hvers konar mis­tök af hálfu lög­gjafans að ég lít ekki svo á. Ég lít svo á að lög­gjafinn hafi þá talað skýrt. Þannig að fyrstu við­brögð ríkis­stjórnarinnar, eðli­lega, voru að skoða það hvernig mætti herða rammann innan gildandi laga­ramma.“

Katrín sagði að ríkis­stjórnin væri til­búin að skoða breytingar á lögunum þannig það væri unnt að tryggja að svona at­vik endur­r­taki sig ekki.

„Það er auð­vitað mikill skaði sem verður af einu svona broti og al­ger­lega ó­á­sættan­legt hversu miklum skaða slík brot geta valdið.“

Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Nú þegar búið að auka eftirlit á landamærunum

Katrín var með þessu að svara fyrir­spurn Loga Einars­sonar, þing­manni Sam­fylkingarinnar, um hvort ríkis­stjórnin ætli að reyna fá skikka fólk í sótt­varnar­hús við komuna til landsins að nýju og þá með við­eig­andi laga­stoð að þessu sinni.

Logi sagði jafn­framt Sam­fylkinguna vera til­búna að taka „ó­makið af ríkis­stjórninni“ í þessum efnum. „Við erum til­búin með frum­varp á sótt­varna­lögum sem heimilar ráð­herra að skylda fólki sem hingað kemur í dvöl í sótt­varnar­hús,“ sagði Logi og spurði Katrínu hvort hún væri til­búin að styðja slíkt frum­varp.

„Í stuttu máli vil ég svara spurningunni þannig að frá því að dómur féll um að reglu­gerð heil­brigðis­ráð­herra styddist ekki við laga­stoð var annars vegar farið í það verk­efni að skoða hvað væri hægt að gera innan nú­gildandi laga­ramma og það er nú þegar gert með auknu eftir­liti, fyrir­spurnum á flug­velli og við sjáum að það er verið að nýta sótt­varna­hótelið í tölu­vert miklu mæli af fólki sem hingað kemur og velur sjálft vegna þess að að­stæður eru ó­full­nægjandi til að halda sótt­kví,“ sagði Katrín.

Katrín bætti við að vinna við að skoða mögu­legar laga­breytingar hófst um að leið og dómur féll um sótt­varna­húsin. „En eðli máls sam­kvæmt vildum við leita leiða innan gildandi laga­ramma fyrst.“

„Þessar á­kvarðanir, eins og allar aðrar í þessum far­aldri, eru til stöðugrar endur­skoðunar. Þannig að ég ætla ekki að segja til um það ná­kvæm­lega hver hverjar lyktir málsins verða. En ég get full­vissað hátt­virtan þing­mann (Loga) um að það er mark­mið ríkis­stjórnarinnar að gera eins vel og við getum í því að kæfa niður þennan far­aldur,“ sagði Katrín að lokum.