Við­búið er að margir verði lengi á leiðinni í vinnuna þennan morguninn en snjó­þekja eða hálku­blettir eru á flestum stofn­brautum höfuð­borgar­svæðisins.

Ó­vissu­stig er á nokkrum vegum á suð­vestur­horninu og gæti þurft að loka vegunum um Mos­fells­heiði, Kjalar­nes, Hellis­heiði og Þrengsli með stuttum fyrir­vara, að því er fram kemur á vef Vega­gerðarinnar.

Gular við­varanir eru í gildi um allt land að höfuð­borgar­svæðinu undan­skildu, en varað er við hvass­viðri og slyddu eða snjó­komu með erfiðum aksturs­skil­yrðum.

Að sögn veður­fræðings hjá Veður­stofu Ís­lands er út­lit fyrir austan og suð­austan hvass­viðri eða storm á landinu í dag.

„Það verður úr­koma um allt land og víða á formi slyddu eða snjó­komu og hiti kringum frost­mark. Sunnan- og suð­vestan­lands fer úr­koman yfir í rigningu á lág­lendi þegar líður á morguninn og hlýnar á þeim slóðum. Það lægir síðan um tíma síð­degis á sunnan­verðu landinu, en snýst síðan í all­hvassa suð­vestan­átt með skúrum eða éljum. Heilt yfir má þó segja að það dragi úr vindi og úr­komu á landinu í kvöld og nótt og víða skap­legt veður í fyrra­málið. Það stendur þó ekki lengi, því eftir há­degi á morgun gengur í suð­austan og sunnan hvass­viðri eða storm með rigningu og hlýindum,“ segir í hug­leiðingum veður­fræðings á vef Veður­stofu Ís­lands.