Fram kemur í rannsókn sem framkvæmd var af sænskum og þýskum vísindamönnum ogbirtist í tímaritinu Nature að einstaklingar með erfðaefni Neanderdalsmanna í genamengi sínu sé líklegra til þess að fá alvarleg og langvarandi eftirköst eftir að hafa sýkst af kórónaveirunni.

Rannsóknin tók til 3.199 sjúklingar sem lögðust inn á sjúkrahús eftir að hafa smitast af kórónaveirunni. Svante Pääbo sem var hluti af teyminu sem framkvæmdi rannsóknina og kortlagði árið 2010 genamengi Neanderdalsmanna segir í samtali við Guardian að gróflega megi áætla að um það bil 100.000 hafi látist vegna þess að þeir séu með fyrrgreint genamengi í erfðaefni sínu.

Fullyrt er í niðurstöðum rannsóknararinnar að þeir einstaklingar sem hafa erfðaefni úr Neanderdalsmönnum í genamengi sínu séu þrefalt líklegri til þess að vera lengur að jafna sig af kórónaveirunni og glíma við verri sjúkdómseinkenni í lengri tíma.

Þá segir í rannsókninni að um það bil 16 prósent Evrópubúa séu með umrætt genamengi sem hafi fyrr á öldum reynst gagnlegt í baráttunni gegn veirum og til þess að berjast við þær sóttir sem steðjuðu að á þeim tíma.