Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, staðfesti í dag að sex hefðu látist í því sem hann kallaði hryðjuverkaárás í miðborg Istanbúl.

Þá voru 53 sem særðust þegar sprengja sprakk í Istiklal götu í Istanbúl.

Gatan er afar vinsæl verslunar- og göngugata og vottaði Erdogan aðstandendum hinna látnu samúð.

Hann lofaði því að áhersla yrði lögð á að finna þá sem voru þarna að verki og draga þá til saka.