Racep Tayyip Erdogan, for­seti Tyrk­lands lét bíða eftir sér þegar hann átti fund með Vla­dimír Pútín, for­seta Rúss­lands, í gær. Net­heimar segja Erdogan hafa látið Pútín súpa seyðið af gerðum sínum.

Pútín fundaði í gær með leiðtogum Tyrklands og Íran í Teheran, höfuðborg Íran. Þar ræddu þeir meðal annars stríðið í Úkraínu.

Mynd­bönd hafa birst af Pútín þar sem hann stendur í tæpa mínútu og bíður eftir Erdogan. Að and­liti Pútín að dæma blöskraði honum hversu seinn Erdogan væri.

Pútín hefur fengið á sig það orð­spor að bíða þurfi eftir honum fyrir fundi, margir segja það vera viljandi til þess að sýna yfir­burði. Pútín hefur oft látið bíða eftir sér klukku­stundum saman.

Síðasti fundur Pútín og Erdoğan átti sér stað árið 2020 í Moskvu. Þá lét Pútín Erdogan bíða það lengi að Erdoğan endaði á að fá sér sæti.

Þegar Pútín átti fund með Frans páfa í Vatíkaninu árið 2015 lét hann páfann bíða í eftir sér í klukku­stund.

Árið 2018 funduðu Trump og Pútín í Helsinki. Þá beið Trump í 45 mínútur eftir rúss­neska for­setanum.

Angela Merkel beið þá í rúm­lega fjórar klukku­stundir eftir Pútín þegar þau funduðu árið 2014.

Athugasemdir