Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti hefur nú aftur hótað að stöðva innlimun Finna og Svía í NATO.

Þetta kemur fram á norska fréttavefnum Verdens Gang en hann hefur ítrekað skilmála sína sem Svíar og Finnar verði að fara eftir til þess að fá samþykki Tyrklands.

Skilmálar Tyrklands eru meðal annars að löndin muni skilgreina Verkalýðsflokk Kúrda (PKK) sem hryðjuverkasamtök og taka til greina framsalsbeiðnir Tyrkja um grunaða hryðjuverkamenn á sænskri og finnskri grundu.

Bæði norðurlöndin höfðu samþykkt þessa skilmála áður og vonuðust eftir fljótri inngöngu meðferð í NATO en nú virðist svo vera að Erdogan sé enn óákveðinn. Ekki hefur þó komið fram hvort Tyrkland muni setja fram frekari skilmála gagnvart löndunum tveimur. Einungis Tyrkland og Ungverjaland eru þau lönd sem eru mótfallinn því að norðurlöndin tvo fái inngöngu í Atlantshafs bandalagið.

Erdogan hafði áður í Maí hótað að neita Finnlandi og Svíþjóð um aðild að bandalaginu en við enda júní hafði honum snúist hugur og sagði að hann myndi ekki standa í vegi fyrir innlimun þeirra.

Þá hefur Tyrkland ítrekað sakað Svíþjóð og Finnland um að styðja við Kúrda og verkalýðsflokk þeirra.

Kemur í kjölfar umsóknar Úkraínu

Ekki er vitað hvort umsviptingar Erdogans tengist því með beinum hætti að formleg umsókn Úkraínu um aðild að NATO var send inn í gær. En Jens Stol­ten­berg, aðal­ritari NATO, sagði öll lýð­ræðis­ríki eiga rétt á að sækja um aðild að banda­laginu á blaða­manna­fundi í höfuð­stöðvum þess í Brussel í gær.