Sigur­laug Gísla­dóttir, verslunar­eig­andi á Blöndu­ósi, segir farir sínar ekki sléttar af sam­skiptum við svo­kallaða risa í heild­sölu hér á landi. Hvetur hún fólk til að versla við ein­yrkja og fjöl­skyldu­fyrir­tæki og nefnir hún fyrir því nokkrar á­stæður.

Sigur­laug skrifar að­senda grein í Morgun­blaðið í dag undir fyrir­sögninni Sagan af ís­lenska Golíat. Segist Sigur­laug, sem rekur Húna­búðina, glíma við Golíat alla daga og tíma­bært sé að fjalla um hann á opin­berum vett­vangi.

„Er þetta eðlilegt?“

Sigur­laug bendir á að reksturinn inni­haldi kaffi­hús sem og blóma- og gjafa­vöru­verslun enda þurfi verslanir á lands­byggðinni stundum að hafa nokkur járn í eldinum til að standa undir rekstrinum.

„Við á lands­byggðinni vilj­um gjarn­an geta boðið sama vöru­úr­val og sést í borg­inni og stærri stöðum en eitt dæmið sem ég fjalla um seg­ir frá Golíat nokkr­um sem kem­ur vilj­andi í veg fyr­ir það,“ segir hún í grein sinni og bætir við að um sé að ræða stóran risa í heild­sölu sem jafn­framt er eig­andi nokkurra stærstu líf­stíls­verslana landsins. Segir hún að þessi risi neiti þessum litlu um vörur sem hann flytur inn.

„At­hygli vek­ur að Golíat þessi neit­ar að stað­festa það við mig í tölvu­­pósti að hann vilji ekki taka inn fleiri smá­­sölu­aðila, sem mér finnst ein­­dregið benda til að þetta sé í raun ekki lög­­legt, eða hvað finnst ykk­ur, er þetta bara allt í lagi og eðli­­legt?“

Fá vörurnar á allt öðru verði

Hún segir að annar Golíat sé stór fram­leiðandi á á­kveðinni vöru og einnig stærsti heild­sali landsins á því sviði. Hún segir að við­skipta­vinir fyrir­tækisins sitji ekki allir við sama borð.

„Sum­ir við­skipta­vin­anna eru stór­ir og mikl­ir á markaðnum og fá vör­urn­ar á allt öðru verði en við þessi litlu, sem er auð­vitað fyr­ir neðan all­ar hell­ur. Ég skil vel að magn­inn­­kaup gefi á­kveðinn af­­slátt, það er eðli­­legt, en fyrr má nú rota en dauðrota þegar út­­sölu­verðið hjá þess­um stóru við­skipta­vin­um Golíats er lægra en við þessi litlu get­um keypt það á í heild­­sölu hjá hon­um, og það þarf eng­inn að segja mér að stóru við­skipta­vin­irn­ir hafi þess­ar vör­ur hjá sér án þess að fá eitt­hvað fyr­ir sinn snúð,“ segir hún og spyr: „Er ég bara svona skrýt­in, eða finnst ykk­ur þetta í lagi?“

Vinurinn fékk miklu lægri verð

Sigur­laug nefnir fleiri at­riði sem sliga verslanir á lands­byggðinni, til dæmis flutnings­kostnaður. Nefnir hún að haustið 2018 hafi flutnings­kostnaður keyrt fram úr hófi.

„Fór úr því að vera 30 í 34% ofan á vöru­verðið hjá mér, en þótt það væri svona hátt tókst mér samt að hafa vör­urn­ar hjá mér ó­dýr­ari en stóru búðirn­ar í borg­inni sem fluttu inn sömu vör­ur í mun meira magni og var ég nú held­ur bet­ur mont­in af sjálfri mér,“ segir hún og heldur á­fram:

„En hvað um það, þetta haust voru til­­­boðin sem ég fékk í flutn­ing­inn kom­in í um 50% ofan á vöru­verðið og það auð­vitað geng­ur ekki. Mér fannst þetta ansi skrýtið og á­kvað að gera smá til­­raun; fékk gaml­an vin minn, sem vinn­ur hjá ein­um ris­an­um á inn­flutn­ings­­markaði, og bað hann að fá til­­­boð í flutn­ing á mín­um vör­um sem og hann gerði, og viti menn, haldið ykk­ur nú, til­­­boðið sem hann fékk var helm­ingi lægra en það verð sem ég fékk!“

Sigur­laug segist ekki oft verða kjaft­stopp en hún hafi orðið það þarna. Segist hún ekki geta túlkað þetta öðru­vísi en að litlu aðilarnir séu að greiða niður flutninga stóru aðilanna á markaðnum. Sigur­laug hvetur fólk til að hugsa um hvar það verslar.

„Verslaðu við ein­yrkj­ann og fjöl­­skyldu­­fyr­ir­­tækið. Ekki versla við fyr­ir­­tæki sem þú veist ekki hver á, ekki versla við fyr­ir­­tæki þar sem eig­andi er þessi kenni­tala og þessi um­­­sjón­ar­­maður, og svo önn­ur kenni­tala og svo fram­veg­is og svo fram­veg­is, sem svo end­ar í skúffu á Tor­tóla eða öðrum við­líka skatta­skjól­um.“