„Þegar ég kem er allt fullt af grátandi fólki, lög­­­reglu­bílum, sjúkra­bílum og seinna þyrlum,“ segir Á­róra Árna­dóttir, há­­skóla­­nemi, en hún var á leiðinni út í búð þegar hún varð var við um­­stang lög­­reglu við verslunar­mið­­stöðina Field‘s í Kaup­manna­höfn, þar sem skot­á­rás átti sér stað síð­­­degis í dag.

Á­róra segir að fyrst um sinn hafi hún haldið að það hafi mögu­lega verið bíl­slys í ná­grenninu.

„Það var búið að loka veginum og þegar ég kem inn í búð fæ ég svo skila­boð um að það hafi verið skot­á­rás og lög­regla bað alla sem búa ná­lægt að halda sér inni,“ segir Á­róra.

Við þessar fréttir hafi hún drifið sig heim. Að­spurð segist hún ekki vita um neinn sem hafi verið í verslunar­mið­stöðinni í dag, að minnsta kosti enn sem komið er.

„Þetta er ó­trú­lega ó­þægi­legt og ógn­vekjandi. Er mjög oft þarna og her­bergis­fé­lagi minn vinnur þar. Er bara þakk­lát fyrir að við vorum ekki í Field's í dag,“ segir Á­róra.