Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra segir ó­á­sættan­legt hvernig mál­efni lög­reglunnar hefur verið rekið í fjöl­miðlum. Þá segist hún hafa verið ó­sátt með við­tal Morgun­blaðsins við Harald Johannes­sen og upp­lýst hann um það. Hún treystir því hins vegar að hann vinni af heilindum í starfi.

Þetta kom fram í við­tali við Ás­laugu Örnu í Kast­ljósi á RÚV í kvöld. Hún ræddi þar mál­efni lög­reglunnar þar sem mikil ólga hefur ríkt en lög­reglu­stjórar á landinu hafa meðal annars lýst yfir van­trausti á Harald.

Við­tal Morgun­blaðsins við Harald reyndist sem olía á eldinn en þar talaði hann meðal annars um „rógs­her­­ferð“ á hendur sér og að reynt sé að koma honum frá með „sví­virði­­legum að­­ferðum“. Þá sagði hann einnig að ef hann yrði látinn fara myndi hann fjalla ítar­­lega um valda­bar­áttu að tjalda­baki.

Að­spurð sagðist Ás­laug hafa tjáð Haraldi skoðun sína um að hún hafi verið ó­sátt við við­talið en innt eftir svörum um hvort Haraldur haldi stöðu sinni eftir boðaðar skipu­lags­breytingar sagðist hún ekki geta tjáð sig um það. Það muni hins vegar koma í ljós á næstu vikum.