Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein, sem hefur verið sakaður um mansal og misnotkun á stúlkubörnum, fannst hálf-meðvitundarlaus í fangaklefa sínum í Metropolitan Correctional Center í New York. Hann var með áverka á hálsi og leikur grunur á að hann hafi reynt að fremja sjálfsvíg. Epstein var fluttur á sjúkrahús og hefur verið settur á sjálfsvígsvakt

Að sögn tveggja heimildarmanna NBC reyndi Epstein að hengja sig, en samkvæmt þriðja heimildarmanni voru áverkarnir ekki alvarlegir og taldi hann að Epstein hafi veitt sjálfum sér áverka til þess að komast úr fangelsinu.

Epstein var handtekinn fyrr í mánuðinum vegna gruns um mansal, mistnotkun á stúlkubörnum og vörslu á barnaklámi. Kæran kom í kjölfar endurskoðunar á svokölluðum játningarkaupum sem Epstein gerði við alríkislögregluna í fyrra þegar hann var til rannsóknar fyrir þessar ásakanir.

Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna sagði af sér í kjölfarið eftir mikla gagnrýni fyrir að hafa haft milligöngu í játningarkaupunum.