Enn er verið að ræða fyrri til­lögu fé­lags­fundar Eflingar sem snýr að skipu­lags­breytingum skrif­stofunnar tæpum þremur klukku­stundum eftir að fundurinn hófst. Greint var frá því fyrr í kvöld að tölu­vert upp­nám hafi orðið í upp­hafi fundar þegar Sól­veig Anna Jóns­dóttir ætlaði sér að stýra fundinum en fundar­menn kröfðust þess að hún myndi ekki gera það.

Fundar­menn komist að þeirri niður­stöðu að Hall­dór Odds­son, lög­maður ASÍ, myndi stýra fundinum.

Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins er mikill hiti í fólki á fundinum en mörg hundruð manns eru á fundinum. Tæp­lega 500 manns skrifuðu undir undir­skriftalista um að fundurinn yrði haldinn til að ræða hóp­upp­sögn á skrif­stofu fé­lagsins.

Annað fundar­efni fundarins í kvöld er ein­mitt það en lögð var fram til­laga um að draga þær til baka. Enn á eftir að ræða til­löguna á fundinum.