Enn hefur ekki tekist að hefta út­breiðslu afrískrar svína­pestar í Evrópu, Asíu og Afríku. Mat­væla­stofnun hefur sent frá sér til­kynningu vegna út­breiðslunnar og biður fólk að gæta að smit­vörnum. Um er að ræða bráð­smitandi drep­sótt í svínum, sem ekki er hættu­leg mann­fólki eða öðrum dýrum en veldur svínum þjáningum. 

„Miklar var­úðar­ráð­­stafanir eru við­hafðar í Evrópu til að hefta út­breiðsluna og þar hefur á­standið verið nokkuð stöðugt. Þó var til­­kynnt um ný og við­varandi til­­­felli í átta löndum í Evrópu,“ segir í til­kynningunni og er þar átt við Belgíu, Ung­verja­land, Búlgaríu, Lett­land, Molda­víu, Pól­land, Rúmeníu og Úkraínu, fyrstu tvær vikurnar í febrúar. 

Á sama tíma­bili, 1.- 14. febrúar, bárust til­­­kynningar um sjúk­­dóminn frá tveimur stöðum í Asíu (Kína og Mongólíu) og einum í Afríku (Zimba­bwe).


Hvatt til ítrustu smitvarna

Vísað er til aug­lýsinga­her­ferðar al­þjóða dýra­heil­brigðis­stofnunarinnar, sem er eftir­farandi:

*Ferða­fólki er bent á að flytja ekki með sér lifandi svín né svína­af­urðir og heim­sækja ekki svína­bú að nauð­synja­lausu. 

*Bændur eru hvattir til að við­hafa ýtrustu smit­varnir, sem fela í sér þrjá megin þætti: Að­skilnað, þrif og sótt­hreinsun. Þeir þurfa að halda að­skilnaði milli þess sem er utan­dyra og innan­húss, gæta þess að smit berist ekki í fóður og vatn, hafa stranga stjórn á að­gangi og um­gangi gesta og starfs­fólks á búinu og halda svínum sem koma ný inn á búið að­skildum frá þeim sem fyrir eru. Allt sem fer inn á búið og út af því skal þrifið þannig að öll sjáan­leg ó­hreinindi séu fjar­lægð og síðan sótt­hreinsað. Jafn­framt eru bændur minntir á að fóðra ekki svínin með matar­úr­gangi. 

*Veiði­menn sem eru reglu­lega í snertingu við svín ættu ekki að stunda veiðar á villtum svínum. En til­mæli til þeirra sem fara á veiðar eru m.a. að þrífa og sótt­hreinsa tæki á staðnum, fara ekki á svína­bú að nauð­synja­lausu og deila ekki mat­vælum sem fram­leidd eru úr kjöti af veiddum dýrum með öðrum né fóðra dýr með þeim. 

*Toll­verðir eru beðnir um að kynna sér í hvaða löndum afríska svína­pestin er til staðar hverju sinni og að vera sér­stak­lega vel á verði fyrir því hvort fólk komi með mat­væli frá þessum löndum. Öllum vörum sem geta inni­haldið smitefnið skal fargað á við­eig­andi hátt. 

Hver sem verður var við ein­kenni í dýrum sem geta bent til al­var­legra smitandi sjúk­dóma, þar á meðal afrískrar svína­pestar, skulu án tafar hafa sam­band við dýra­lækni eða Mat­væla­stofnun. 

Mynd­band þar sem farið er yfir helstu at­riði varðandi afríska svína­pest er hér fyrir neðan.