Evrópu­sam­bandið mun á­fram þrýsta á bólu­efna­fram­leið­endur til að standa við skuld­bindingar um dreifingu bólu­efna gegn CO­VID-19 í Evrópu. Ur­sula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórnar Evrópu­sam­bandsins, beindi spjótum sínum sér­stak­lega að AstraZene­ca í gær.

Stirt hefur verið milli sam­bandsins og AstraZene­ca eftir að ljóst var að fram­leiðandinn gæti ekki sent jafn marga skammta og upp­runa­lega var á­ætlað. Evrópu­sam­bandið hefur sakað AstraZene­ca um að virða ekki gilda samninga, sem fram­leiðandinn hefur neitað.

Á blaða­manna­fundi í gær, í kjöl­far leið­toga­fundar sem haldin var til að ræða stöðu bólu­efna, sagði von der Leyen nauð­syn­legt að AstraZene­ca bæti upp fyrir þær tafir sem þegar hafa orðið og standi við samninga. „Þau þurfa að standa við samninga áður en þau geta hafist handa við út­flutning bólu­efna,“ sagði von der Leyen.

Stöðva útflutning

Líkt og greint var frá fyrr í vikunni setti Evrópu­sam­bandið á neyðar­reglur sem heimiluðu tak­mörkun á út­flutningi bólu­efna til ríkja utan sam­bandsins, þá helst til að stöðva út­flutning til Breta. Sam­bandið hefur verið harð­lega gagn­rýnt, meðal annars af Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnuninni, WHO, og Bretum, vegna málsins.

Á mið­viku­dag gáfu Evrópu­sam­bandið og Bret­land út sam­eigin­lega yfir­lýsingu þar sem þau hétu því að vinna saman í tengslum við málið en svo virðist sem út­flutnings­bannið muni á­fram gilda. Emmanuel Macron Frakk­lands­for­seti sagði í kjöl­far fundarins í gær að um væri að ræða enda­lok „ein­feldni“ innan sam­bandsins.

Með­lima­ríki ESB munu nú leggja aukinn kraft í fram­leiðslu bólu­efna til að bregðast við fram­leiðslu­töfum en von der Leyen segir áfram mikilvægt að tryggja að Evrópubúar fái sinn skerf af bóluefninu.