Ekki hafa fleir­i smit greinst um borð í súr­áls­skip­in­u sem kom til hafn­ar á Reyð­ar­firð­i á laug­ar­dag­inn. Þett­a kem­ur fram í til­kynn­ing­u frá lög­regl­unn­i á Aust­ur­land­i.
Tíu úr á­höfn súr­áls­skips reynd­ust smit­að­ir af COVID-19 við komu þess til Mjó­ey­ar­fjarð­ar á Reyð­ar­firð­i á laug­ar­dag­inn. Hin­ir smit­uð­u hafa ver­ið í ein­angr­un um borð og aðr­ir níu úr á­höfn þess í sótt­kví.

Mán­u­dag­inn 22. mars voru sýni tek­in aft­ur af þeim sem ekki höfð­u greinst með smit auk þess sem mót­efn­a­mæl­ing var gerð. Allir níu reynd­ust enn án COVID-smits sem bend­ir til að sótt­varn­ir um borð hafi skil­að til­ætl­uð­um ár­angr­i. Enginn þeirr­a reynd­ist held­ur með mót­efn­i. Stað­an um borð í skip­in­u er því ó­breytt, tíu virk smit eru um borð.

„Vel er sem fyrr fylgst með á­hafn­ar­með­lim­um og þeim veitt að­hlynn­ing eft­ir þörf­um, síð­ast í dag um há­deg­is­bil þeg­ar lækn­ir og hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur fóru um borð til að meta á­stand þeirr­a og líð­an. Enginn hinn­a smit­uð­u er al­var­leg­a veik­ur og því ekki ver­ið á­stæð­a til að flytj­a neinn þeirr­a frá borð­i til frek­ar­i að­hlynn­ing­ar,“ seg­ir lög­regl­an á Aust­ur­land­i.