Ofan­­­flóða­­sér­­­fræðingar Veður­­stofu Ís­lands á­­samt öðrum við­bragðs­aðilum hafa í dag og um helgina unnið að því að meta frekari hættu á skriðu­föllum á Seyðis­firði. Rýmingu var af­létt á hluta Seyðis­fjarðar fyrr í dag en enn er talin hætta á skriðu­föllum á á­kveðnum svæðum.

Sprungur milli Búðar­ár og Nautaklaufar á Seyðis­­firði voru skoðaðar í dag með flygildum. En þær eru vel sjáan­­legar í fjallinu eins og sjá má á myndum sem ljós­myndari tók í dag af fjallinu þegar fjöl­miðla­fólki var hleypt inn á svæðið. Þá hafði engum í­búum enn verið hleypt inn á svæðið en víða voru við­bragðs­aðilar við störf.

Sprungurnar áhyggjuefni

Sveinn Brynjólfs­­son, sér­­­fræðingur á sviði ofan­­­flóða­hættu­mats hjá Veður­­stofu ís­lands, segir sprungurnar í fjallinu vera á­hyggju­efni.

„Það eru gapandi sprungur ofan við stóru skriðuna. Það er löng sprunga svona 20 metra fyrir ofan stóra skriðu­sárið,“ segir Sveinn og bætir við: „Svo ganga sprungur út ­frá sárinu líka. Við teljum að það sé enn ­þá hætta að það geti meira farið af stað þar sem þessar sprungur eru.“

„Það er búið að fljúga yfir þetta í gær og í dag en við eigum eftir að bera saman myndirnar til að sjá hvort þær séu að stækka.“

Að­­gerðar­­stjórn og Sam­hæfinga­­stöðin hafa nýtt daginn til að skipu­­leggja komandi hreinsun og björgunar­­störf og setja upp á­ætlanir þegar ó­­hætt verður að fara inn á hættu­­svæðið.

Hér að neðan má sjá myndir sem voru teknar af fjallinu í dag.

Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink