Innlent

Enn spáir rigningu: „Hvers­konar ógeð er þetta eigin­lega?“

Sólin mun skína á höfuðborgarbúa á morgun en svo kárnar gamanið á nýjan leik.

Sól mun skína í Reykjavík í morgun. En Adam verður ekki lengi í paradís.

Ef morgundagurinn er undanskilinn spáir rigningu í Reykjavík alla næstu daga, eins langt og veðurspár ná. Rigningarmet var slegið í maímánuði í Reykjavík en með góðu móti er vart hægt að segja að dregið hafi frá sólu það sem af er júnímánuði.

Fjölmiðlamaðurinn Kristinn Hrafnsson birtir á Facebook-síðu sinni mynd af veðurspánni næstu þrjár til fjórar vikurnar. Langtímaspáin, reynda er erfitt að reiða sig á mjög langt fram í tímann, gerir ráð fyrir rigningu í Reykjavík hvern einasta dag til 7. júlí. „Það er rétt að menn njóti sólar vel í Reykjavík á morgun því eftir það er spáð rigningu alla daga til áttunda júlí.“

Glampandi sól er spáð á höfuðborgarsvæðinu á morgun, samkvæmt öllum spákortum. Á landinu má gera ráð fyrir allt að 16 stiga hita sunnantil. Í borginni sjálfri spáir 12 gráðum á hádegi á morgun. Svo fer aftur að rigna. Og rigna.

Kristinn bendir Reykvíkingum á að njóta sólarinnar vel á morgun. „Það er rétt að menn njóti sólar vel í Reykjavík á morgun því eftir það er spáð rigningu alla daga til áttunda júlí.“

Annar blaðamaður, Jakob Bjarna Grétarsson, deilir innlegginu og kemst ef til vill að kjarna málsins: „Hverskonar ógeð er þetta eiginlega?“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Ríkisútvarpið

184 milljónir í fréttamyndver Ríkisútvarpsins

Stjórnsýsla

Ríkið keypt sumarhús fyrir 173 milljónir

Alþingi

Áfengisfrumvarp lagt fram á nýjan leik

Auglýsing

Nýjast

Eldislaxinn var að því kominn að hrygna

Innri endurskoðun OR breytt í kjölfar óvæntra starfsloka

Gefi skýrslu og máti úlpu

Furðuskepnan Dickinsonia reyndist elsta dýr jarðsögunnar

Fáar íbúðir í byggingu handa þeim sem hafa lítið eigið fé

Auknar heimildir til lögreglu á döfinni

Auglýsing