Enn mælist jarð­skjálfta­virkni á svæðinu norðan við Grinda­vík og mældust nokkrir skjálftar á svæðinu síðast­liðinn sólar­hring. Skjálfta­virkni er enn yfir meðal­lagi sam­kvæmt at­huga­semdum jarð­fræðings á vef­síðu Veður­stofu Ís­lands. Alls hafa 1500 skjálftar mælst á svæðinu frá því í lok janúar.

Dregið hefur úr land­risi á svæðinu en enn þá mælist af­lögun. Í heildina hefur landið risið um fimm sentí­­metra frá því 20. janúar síðast­liðinn. Næsti fundur vísinda­ráðs Al­manna­varna verður haldinn, þriðju­daginn 25. febrúar, þar sem farið verður yfir stöðu mála.

150 skjálftar á 48 tímum

Í gær­morgun hófst skjálfta­hrina í grennd við Gjögur­tá og hafa síðan rúm­lega 150 skjálftar hafa mælst á svæðinu. Allir skjálftarnir mældust undir þrír á Richter að stærð. Engar til­kynningar hafa borist um að þeir hafi fundist í byggð en hrinur eru al­gengar á þessum slóðum.

Mikil skjálftavirkni var við Gjögurtá sem merkt er með rauðum depli á myndinni.