Enn eru sterkir skjálftar að mælast á Reykja­nes­skaganum. Klukkan 19:14 varð jarð­skjálfti um 4,1 að stærð um tveimur kíló­metrum norður af Grinda­vík. Í til­kynningu frá Veður­stofunni kemur fram að hann fannst mjög vel í Grinda­vík og á höfuð­borgar­svæðinu.

Fyrr hefur verið greint frá því í dag að lík­lega muni gos ekki hefjast á næstu klukku­stundum en að enn séu merki um að kviku­gangur sé að myndast á svæðinu milli Fagra­dals­fjalls og Keilis.

Jarð­skjálfta­mælar sýna að enn er mikil virkni á svæðinu þó að það hafi dregið úr henni eftir ó­róa­púlsinn í gær.

Í dag hafa orðið þó­nokkrir öflugir jarð­skjálftar en sá stærsti var um klukkan 9 í morgun og mældist 4.5 að stærð.