Ekki hefur enn verið tekin á­kvörðun hvort að mælt verði með al­mennri bólu­setningu fyrir börn á aldrinum 12 til 15 ára en til­kynnt var fyrr í vikunni að for­eldrar geti nú bókað fyrir börn á þessum aldri í bólu­setningu.

Í til­kynningu land­læknis segir áður en mælt verði með al­mennri bólu­setningu þurfi að meta líkur á al­var­legum veikindum vegna CO­VID-19 á móti hættu á al­var­legum auka­verkunum og að ekki liggi fyrir full­nægjandi upp­lýsingar um al­var­legar auka­verkanir til að rétt­læta al­menna bólu­setningu hraustra barna sem eru í afar lítilli hættu á al­var­legum veikindum vegna CO­VID-19.

Þá segir að ef til þess kemur að mælt verði með al­mennri bólu­setningu barna á grunn­skóla­aldri er lík­legt að hún verði boðin í gegnum skóla­heilsu­gæslu eins og aðrar al­mennar bólu­setningar barna á grunn­skóla­aldri.

Engir fyrstu skammtar Pfizer nema með undantekningum

Ekki stendur til að bjóða upp á fyrstu skammta með Pfizer bólu­efni fyrir áður óbólu­setta, þar með talin börn á aldrinum 12 til 15 ára frá 28. júní og til 27. ágúst, en það er sam­kvæmt til­kynningu em­bættis land­læknis sumar­leyfis­tími heilsu­gæslu­starfs­manna.

Í til­kynningunni segir að á þessu verði að­eins gerðar undan­tekningar fyrir ein­stak­linga sem eru í á­hættu­hópum en gátu ekki vegna læknis­fræði­legra á­stæðna þegið bólu­setningu þegar hún var í boði.