Trans fólk eiga undir högg að sækja í Bandaríkjunum eftir að heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytið samþykkti breytingar á núverandi heilbrigðisstryggingakerfi Bandaríkjanna (e. The Affordable Care Act).

Ríkisstjórn Donalds Trump ákvað að henda út reglugerð sem Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, setti á sem skilgreindi kyn sem alls konar og fór ekki eftir því kyni sem einstaklingi var úthlutað við fæðingu.

Stuðningsmenn Donalds Trump hafa lengi kallað eftir þessari breytingu og er nú kyn skilgreint í bandaríska kerfinu sem karl- eða kvenkyns eins og því var úthlutað við fæðingu. Breytingin, sem var samþykkt fyrir helgi, gerir það að verkum að tryggingafélög geti neitað að veita trans og kynsegin fólki tryggingu.

Nokkur stéttar- og félagssamtök, þar á meðal mannréttindasamtökin Human Rights Campaign og ACLU, hafa lýst því yfir að þau ætli að kæra ákvörðunina. Ríkistjórnin kynnti ákvörðunina síðastliðinn föstudag en þá voru fjögur ár liðin frá skotárás­inni í hinsegin skemmtistaðnum Pul­se í Flórída þegar 49 manns létu lífið.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ríkisstjórn Trumps vegur að réttindum trans fólks. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfesti í byrjun árs 2019 tilskipun Donalds Trump þess efnis að transfólki yrði meinað að ganga til liðs við Bandaríkjaher.

Forsetinn tilkynnti tilskipunina á Twitter árið 2017.