Mat­væla­stofnun segir enn sé mikið um fugla­flensu í villtum fuglum hér­lendis, en stofnuninni berast enn margar til­kynningar um dauða villtra fugla. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Mat­væla­stofnun.

Skæð fugla­flensa hefur greinst í mörgum af þeim sýnum sem hafa verið tekin. Mat­væla­stofnun telur nauð­syn­legt að við­halda enn um sinn þeim sótt­varnar­ráð­stöfunum sem í gildi eru.

Svan­dís Svavars­dóttir, mat­væla­ráð­herra, til­kynnti í lok mars varnar­að­gerðir þar sem þeim sem halda ali­fugla og aðra fugla er skylt að fylgja á­kveðnum reglum, þar á meðal að fuglar skulu hafðir inni í yfir­byggðum gerðum eða húsum.

Hátt í fjögur hundruð á­bendingar um dauða og veika fugla hafa borist Mat­væla­stofnun það sem af er ári. Starfs­menn stofnunarinnar fara yfir allar á­bendingar og meta hvort taka skuli sýni eða ekki. Ekki er hægt að taka sýni úr öllum fuglum sem finnast það er samt sem áður mikil­vægt fyrir stofnunina að fá til­kynningar um dauða og veika fugla.

Mat­væla­stofnun hvetur fólk til þess að til­kynna dauða villtra fugla á heima­síðu stofnunarinnar, með því að hringja í síma 530-4800 eða senda tölvu­póst á mast@mast.is.