Björgunar­sveitir í Djúpinu voru kallaðar út á tólfta tímanum í gær­kvöldi vegna ungs pars í vanda á Horn­ströndum. Mikil þoka er svæðinu en talið er að parið sé ein­hvers staðar í Þor­leifs­skarði, á milli Fljóta­víkur og Hlöðu­víkur.

Ekki hefur náðst í fólkið síðan hjálpar­beiðnin barst að sögn Davíðs Más Bjarna­sonar, upp­lýsinga­full­trúa Lands­bjargar. Þrátt fyrir að erfitt sé að stað­setja fólkið ná­kvæm­lega telur björgunar­sveitin sig vita nokkurn veginn hvar parið er.

Björgunar­skipið Gísli Jóns var sent á vett­vang í nótt og var komið í land í Fljóta­vík klukkan hálf tvö í nótt. Síðan þá hafa sjö göngu­menn leitað fólksins en svarta­þoka hamlar leitina tölu­vert.