Björgunarsveitir í Djúpinu voru kallaðar út á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna ungs pars í vanda á Hornströndum. Mikil þoka er svæðinu en talið er að parið sé einhvers staðar í Þorleifsskarði, á milli Fljótavíkur og Hlöðuvíkur.
Ekki hefur náðst í fólkið síðan hjálparbeiðnin barst að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Þrátt fyrir að erfitt sé að staðsetja fólkið nákvæmlega telur björgunarsveitin sig vita nokkurn veginn hvar parið er.
Björgunarskipið Gísli Jóns var sent á vettvang í nótt og var komið í land í Fljótavík klukkan hálf tvö í nótt. Síðan þá hafa sjö göngumenn leitað fólksins en svartaþoka hamlar leitina töluvert.